10 atriði sem tryggja öruggan fund
Þeir sem eru í skóla eða vinna heiman frá þurfa að huga að öryggi á netinu heima, hér lítum við aðeins á Zoom.
Athugið að sumt af þessu er bara í boði fyrir áskriftarnotendur Zoom!
Númer 1 Nota lykilorð fyrir hvern fund (session) Zoom gerir þetta sjálfvirkt, en það má sleppa lykilorðum.
Númer 2 Auðkenning fundar (númerið) ætti að vera slembi tala (random ID) Almennt má nota þitt eigið ID sem „meeting ID“ og það auðveldar öðrum að finna fundinn – sem getur verið óæskilegt.
Númer 3 Ekki leyfa aðgang fyrr en stjórnandi er mættur (Join before host) Í lokuðum hóp samstarfsmanna þá er þetta örugglega í lagi.
Númer 4 Setja upp biðstofu og leyfa hvern notanda sérstaklega, ekki hentugt á stærri fundum. Biðstofa leyfir þátttakendum að tengjast fundi og bíða eftir stjórnanda, hér er hægt að handvelja fólk inn á fund, en það hentar illa á stórum fundum og ekki á opnum fundum.
Númer 5 Slökkva á skjá-sýn (screen sharing) Ef þú þarft ekki að birta efni þá er vissara að hafa þetta slökkt.
Númer 6 Læsa fundinum, þannig að eftir að fundur hefst þá getur enginn komist inn, ekki einu sinni með löglegum aðgangsheimildum. Hér skiptir máli hvort fundurinn sé fyrir lokaðan hóp eða opinn öllum.
Númer 7 Eingöngu ætti að leyfa skráða notendur (authenticated users), fyrirtæki geta leyft lén til að einfalda utanumhald. Hér skiptir máli hvort fundurinn sé fyrir lokaðan hóp eða opinn öllum.
Númer 8 Persónuleg auðkenning skjás með vatnsmerki (Screen share Watermarks) Með þessu verður hluti notendanafns sjáanlegur til að auðkenna það efni sem er sýnt, í boði í áskrift.
Númer 9 Sparka út óeirðaseggjunum (remove nuisance attendees), notendur sem ekki haga sér sem skyldi má henda út af fundi og þá þarf að samþykkja þá inn sérstaklega ef þeir vilja tengjast aftur. Þetta er skammarkrókurinn fyrir þá sem trufla fund af ónærgætni eða illvilja og taka ekki tillit til annarra þátttakenda á fundinum.
Númer 10 Vertu vel uppfærður! Passaðu bæði stýrikerfi og forrit. Zoom forritið er uppfært reglulega, ekki bíða með að sækja næstu uppfærslu.
Kommentare