top of page

Hvað eru spilliforrit?

Updated: Mar 30, 2022

Ein algengasta spurningin sem ég fær er - Hvað er spilliforrit?

Orðið spilliforrit er íslenskun á orðinu Malware úr ensku og nær nokkuð vel að grípa meininguna á þessu fyrirbæri.

Spilliforrit eru til í mörgum mismunandi útgáfum og oft er virkninni blandað saman svo það er erfitt að flokka það vel, en það skiptir svosem ekki máli, við verðum bara að þekkja þetta gróflega.


  • Adware - Birta auglýsingar til notandans, opna nýja glugga til þess, oft er þetta notað til að sækja upplýsingar um notendur – getur þá flokkast sem Spyware

  • Backdoor - Bein tenging hakkara að tölvu notanda, spilliforrit er komið á tölvu notanda og það opnar gátt í nettengingu. Hakkarinn hefur fullt vald yfir tölvunni og getur séð allt sem er á henni.

  • Reverse shell – Bein tenging hakkara að tölvu notanda, spilliforrit er komið á tölvu notanda og það opnar tengingu heim til hakkarans. Hakkarinn hefur fullt vald yfir tölvunni og getur séð allt sem er á henni.

  • RAT - Remote Access Trojan, önnur útgáfa af Backdoor og Reverse Shell

  • Botnet - Sýktar tölvur eru undir stjórn hakkara í gegnum C&C (Command and control server) og eru látnar vinna ýmis verk, t.d. að senda út SPAM póst, taka þátt í netárásum ofl.

  • Browser Hijacker – Árás sem tekur yfir vefforriti notanda, breytir oft um heimasíðu, leitarsíðu, sækir auglýsingar og getur sent nettraffík í gegnum hakk-server.

  • Downloader Malware – forrit sem er milliliður í árás, það sækir spilliforrit og installar, stundum eru þessi forrit fjarlægð svo það sé erfiðara að finna árásarleiðina.

  • Information Stealing Malware – Spilliforrit sem leita sérstaklega að fjárhagsupplýsingum notenda, s.s. kortanúmer og bankaupplýsingar.

  • Keylogger - Forrit sem skráir allan innslátt og nær þarmeð að hlera lykilorð og aðrar mikilvægar upplýsingar.

  • Launcher Malware – Forrit sem sér bara um að ræsa spilliforrit og lætur sig síðan hverfa, til að það sé erfiðara að finna árásarleiðina.

  • Ransomware - Ný hugsun í árásum – gögn eru ekki afrituð eða kortaupplýsingar sóttar – en gögn notenda eru gerð óaðgengileg með mjög sterkri dulkóðun, notendur þurfa síðan að kaupa lykil til að fá gögnin til baka.

  • Rootkit - Spilliforrit sem keyra upp með stýrikerfi í ræsingu og eru nánast ófinnanleg fyrir vírusvarnir. Oft sett í Firmware tækja.

  • Bootkit - Rootkit sem er falið í grunnskrá í disk tölvunnar og keyrir upp á undan stýrikerfinu.

  • Scareware - Tölva er sýkt með forriti sem þykist vera vírusvörn eða hjálparforrit og sýnir notanda að tölva sé sýkt af mörgum hættulegum vírusum – en í raun eru þeir plat, eini vírusinn er sjálft Scareware forritið. Þetta á að fá fólk til að kaupa forritið.

  • Spam - Spilliforrit sem fela sig á tölvu og senda út SPAM og fleira á önnur fórnarlömb.

  • Trojan - Spilliforrit sem hefur einhverja virkni sem notandi vill, en er í raun spilliforrit eða bakdyr fyrir aðgang að tölvu og neti.

  • Vírus - Klassíska útgáfan af Vírus reynir að koma sér fyrir í forritum, stýrikerfisskrám eða ræsiskrá á disk, virknin getur svo verið hvernig sem er.

  • Worm- Spilliforrit sem reynir að dreifa sér til annara tækja t.d. um net, sjálfur ormurinn er sérhæfður fyrir þetta og tekur með sér sérstakt forrit – Payload - sem er spilliforritið.

Við munum taka fyrir nokkur af þessum spilliforritum í öðrum blogg-færslum og útskýra virknina og hætturnar betur.

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page