Verjum netaðganga okkar
Notendanafn og lykilorð er ekki lengur nógu öruggt fyrir þær þjónustur sem við notum daglega eins og vefpóst, bankaviðskipti og samskiptamiðla. Í dag ættu allir að nota 2FA tveggja þátta auðkenningu (Two factor authentication) eins og staðfestingu á innskráningu í sms númer þitt, einskiptis öryggisnúmer í öryggisforriti símans, eða lífkenni (biometrics), eftir því hvað er boðið upp á í hvert skipti.
Tækin þurfa að vera í lagi
Öll tæki sem þú notar á netinu þurfa að vera vel uppfærð, stýrikerfið þarf að fá allar uppfærslur tímanlega, vírusvarnir þurfa að fá daglegar uppfærslur til að gera vírusum og ransomware erfitt fyrir.
Ef þú treystir því ekki 100% - ekki opna það
Í öllum miðlum getum við fengið senda nettengla á einhverjar vefsíður eða þjónustur, í gegnum póstinn okkar, facebook, twitter og hvaðeina, en þessir tenglar geta verið hættulegir og best er að fylgja þeirri reglu að smella aldrei á þetta - NEMA þú hafir átt von á því að fá sendann tengil frá einhverjum sem þú þekkir.
Það er líka allt í lagi að senda spurningu til baka og spurja viðkomandi hvort hann hafi sent þér tengilinn og hvað sé þarna, ef maður fær ekkert svar - þá opnar maður ekki tengilinn.
Taktu afrit af öllu
Regluleg afrit af gögnunum okkar verja okkur fyrir tveimur aðal hættunum sem við búum við í dag, það er að tæki bila (og gögn tapast) og svo eru árans gagnagíslatakan (ransomware) þar sem gögn á tölvu eru læst með dulkóðun og við fáum ekki aðgang aftur nema ef við borgum lausnargjald (sem dugar ekki alltaf).
Hafðu í huga - hvað ef tölvan bilar í dag - eru gögnin mín örugg, ef þú getur svarað því játandi þá ertu í góðum málum.
Skoðaðu stillingar á netmiðlunum
Á félagsmiðlum eins og FaceBook þá eru innslög okkar og upplýsingar sjáanleg öðrum - ef þú ert ekki sáttur með það þá er hægt að stilla öryggis og persónustillingarnar þannig að ekkert sjáist nema með þínu samþykki. Gefum ekki upplýsingar um okkur að óþörfu.
Á maður að pósta þessu?
Áður en þú setur inn nýtt innslag um sjálfan þig eða aðra, þá er vert að hugsa hvort eitthvað í því gefi óþarflega miklar upplýsingar um viðkomand eða gæti verið óþægilegt eða særandi.
Persónulegar upplýsingar hafa gildi, pössum upp á þær, verjum þær.
Upplýsingar um okkur notendur/neytendur eru ótrúlega verðmætar, á meðan almenningur sér bara upplýsingar um: Nafn, notendanafn, email, símanúmer og staðsetningu...
Þá sjá tæknifyrirtækin: Nafn, notendanafn, email, símanúmer, staðsetningu, kaupsögu á netinu, leitarsaga á netinu, netvafur (browsing), áhugasvið á netinu, like á facebook, staðsetningu tölvu þinnar + staðsetningu símans þíns + annarra tengdra tækja, tengdir aðilar og meira og meira... og það er ekki nóg með að einhver sé að safna þessu - það eru ALLIR (næstum því) að safna þessu.
Komentarze