Samskiptablekking skilgreinir hvernig hakkarar reyna að klekkja á notendum með ýmsum brögðum
Samskiptablekking er gerð til að notandinn er geri eitthvað – hugsanlega til að gera EKKI eitthvað, til dæmis á notandinn að opna vefslóðir, viðhengi í pósti - eða viðhengi sem geymt er í online geymslu og þarmeð keyrist upp árásarforrit í tölvu viðkomandi.
Notandanum talin trú um að hann sé í samskiptum við aðila sem megi treysta því hann sé hjá ákveðnu fyrirtæki eða sé að veita ákveðna þjónustu.
Notandinn getur verið milliskref árásaraðila til að komast að öðrum starfsmönnum, stundum vantar upplýsingar til að geta gert það (phishing undirbúningur)
Kostir: við erum frekar vel sett með íslenskuna, fáir íslenskir glæpamenn sem standa í þessu.
Vandamál: hakkarnir eru alltaf að verða betri.
Hvernig verjumst við þessu?
Aukin öryggisvitund felur í sér:
Gagnrýnin hugsun á allt utanaðkomandi, póst og veftengt
Er póstur frá þekktum sendanda?
Er pósturinn óvenjulegur?
Það er allt í lagi að hafa samband til baka og spyrja um hvort pósturinn sé frá viðkomandi eða ekki. Alveg sama með skilaboð á FaceBook ofl
Ekki smella á vef-linka án umhugsunar!
Bankar og önnur fyrirtæki þurfa EKKI notendanafn og lykilorð í pósti til staðfestingar á að þú sért í viðskiptum.
Við setjum aldrei upp forrit sem við þekkjum ekki á tölvu.
Comments