Hvernig upplifið þið "netárásir" - sem er beint að íslendingum?
Það hefur borið nokkuð á póstum og skilaboðum á ýmsum miðlum (FaceBook, Twitter, SMS í síma eða annað) sem eru send á "íslensku" - og ég set það innan sviga, því oft hefur þetta verið hallærislega illa gert google-translate og hefur oft verið meira fyndið en nokkuð annað.
En, staðreyndin er sú að lélegur texti virkar bara alls ekki neitt, en það efni sem virkar og gabbar fólk verður notað áfram og endurbætt og nú erum við gjarnan að fá svindlskilaboð sem eru jafnvel á lýtalausri íslensku.
Mig langar að biðja ykkur um að taka þátt í smá könnun um hvernig þið upplifið stöðuna í dag, ég er með könnun á surveymonkey síðu á þessum link: Spam eða netárás - mars 2022
Könnunin er nafnlaus.
Mér finnst líka tímabært að safna upplýsingum um þetta svindl í dag og vil bjóða ykkur að senda inn skjáskot af svona ruslpóstum og skilaboðum eða áframsenda pósta sem ykkur hefur borist á netfangið rusl_@_ofa_._is og ég mun birta samantektir um það svindl sem er beint að okkur.
Komentáře