Tilraunir til að svindla á íslendingum halda áfram og svindlararnir eru sko ekkert að taka sér sumarfrí eins og við hin.
Undanfarna mánuði höfum við séð nýjar útgáfur af svindli sem er ýmist sent með pósti (email) eða sem SMS skilaboð í síma og að sjálfsögðu birtast reglulega svindlpóstar á félagsmiðlum sem auglýst efni.
Það er vinsælt að velja efni sem viðtakandi þarf að bregðast skjótt við, til að mynda þegar pakki berst í pósti eða hraðflutningum og flutningsaðili krefst greiðslu fyrir þjónustuna eða fyrir álögð gjöld - og við þekkjum þetta og bregðumst við með því að borga það sem upp er lagt. En, nú hugsar þú kannski - af hverju ætti þetta svindl að virka, ég er ekkert að fá pakka! En, allir hinir! Það er svo algengt í dag að panta eitthvað á netinu að ég get fullyrt að flestir eigi von á einum eða fleiri pökkum yfirleitt. Og ef maður á ekki von á pakka - þá er maður stundum í vafa - er þarna pakki að koma sem ég pantaði fyrir löngu??
En, sjáum hér dæmi:
Léleg íslenska, við eigum að senda greiðslu á "Styrkþega"
Léleg íslenska, sendandi er með mjög skrýtið netfang!
Þetta skeyti gæti platað mig ef ég væri að fá pakka frá bandaríkjunum! En GMAIL sendir þetta bréf í ruslið og ég get bara fleygt því strax!
Hér er svo dæmi af FaceBook þar sem oft er svindlað í nafni þekktra fyrirtækja.
Nafn fyrirtækis - en svo er bætt við _ (undirskor) á eftir: Bónus_ og þá er þetta nýr aðili í skráningu FaceBook og ekki tengdur Bónus í þeirra skráningu!
Ef maður rýnir í upplýsingar um þessa síðu á FaceBook þá er hún greinilega ekki tengd Bónus sjálfu (m.a. eru bara 5 manns sem líkar við síðuna!).
Þetta eru bara örfá dæmi af því sem við sjáum á netinu daglega.
Öryggi Fyrir Alla býður upp á námskeið sem kennir ykkur að þekkja helstu einkenni svindls, hvort sem það er í pósti, í SMS skilaboðum eða á netinu.
Comments