top of page

Örstutt um öryggisvitund

Við þurfum passa grunnatriðin



Erlendis er átak í gangi í október sem þeir kalla: National Cyber Security Awareness Month! Það er mikil þörf á þessu svo við skulum taka þátt og tryggja okkar eigin öryggisvitund

Átakið hristir upp í okkur og bendir á atriði sem skipta máli, við þurfum að minna okkur sjálf á hvað má gera á netinu og benda öðrum á það líka, þessi þekking er ekki meðfædd og við verðum að læra hana.

Slagorðin á ensku eru:

Own IT - Secure IT - Protect IT

Til að yfirfæra þetta á íslensku þá verðum við að skilja hvað er verið að meina því þetta er orðaleikur líka.

Own IT - Eigðu ÞAÐ - en IT stendur líka fyrir Information Technology - Upplýsingatækni

Secure IT - Tryggðu ÞAÐ

Protect IT - Verndaðu ÞAÐ

Eigðu ÞAÐ

Tökum aðeins á samfélagsmiðlum og þeim stillingum sem skipta okkur máli, bæði á tölvum og hinum tækjunum okkar, eins og farsímanum til að verja okkar persónulegu upplýsingar.

Tryggðu ÞAÐ

Ertu með nógu góð lykilorð? Notarðu lykilorðastjóra (Password Manager)?

Það eru nokkur atriði sem tryggja okkur á einfaldan hátt, til dæmis setningar í stað lykilorðs!!, ekki endurnota lykilorðin, margþætt auðkenning MFA.

Verndaðu ÞAÐ

Hvernig verndum við okkar eigin gögn - og gögn fyrirtækisins.

Verndum tölvur og tæki, höfum þau alltaf uppfærð bæði stýrikerfi og forrit t.d. vafrar (Chrome / Firefox) ofl. Pössum okkur við að tengjast á ókunn þráðlaus net, notum VPN tengingu áður en við tengjumst og vinnum með viðkvæm gögn eða td förum í netbanka.


Comments


bottom of page