top of page

Öryggi í október

Á hverju ári er október notaður sem mánuður vitundarvakningar í tölvu og netöryggi

Öryggi í október

Í útlöndum er átak í gangi í október sem þeir kalla: National Cyber Security Awareness Month! Það er mikil þörf á þessu svo við skulum taka þátt og tryggja okkar eigin öryggisvitund.

Átakið hristir upp í okkur og bendir á aðalatriðin sem skipta máli, við þurfum að minna okkur sjálf á hvað má gera á netinu og benda öðrum á það líka, þessi þekking er ekki meðfædd og við verðum að læra hana.

Slagorðin á ensku eru:

Own IT - Secure IT - Protect IT

Til að yfirfæra þetta á íslensku þá verðum við að skilja hvað er verið að meina því þetta er orðaleikur líka.

Own IT - Eigðu ÞAÐ - en IT stendur líka fyrir Information Technology - Upplýsingatækni

Secure IT - Tryggðu ÞAÐ

Protect IT - Verndaðu ÞAÐ

Eigðu ÞAÐ

Tökum aðeins á samfélagsmiðlum og þeim stillingum sem skipta okkur máli, bæði á tölvum og hinum tækjunum okkar, eins og farsímanum

Tryggðu ÞAÐ

Ertu með nógu góð lykilorð? Notarðu lykilorðastjóra (Password Manager)?

Við förum aðeins yfir grunnatriðin sem snarauka öryggi þitt - eða eins og click-bait fyrirsögn á DV myndi segja: Lykilorðareglurnar sem Hakkarar hata - sjáðu hversu einfalt þetta er....

Það eru nokkur atriði sem tryggja okkur á einfaldann hátt, til dæmis setningar í stað lykilorðs!!, "Multi Factor Authentication", og svo ráðleggingar um netverslun.

Verndaðu ÞAÐ

Hvernig verndum við okkar eigin gögn - og gögn fyrirtækisins.

Verndum tölvur og tæki, höfum þau alltaf uppfærð bæði stýrikerfi og forrit t.d. vafrar (Chrome / Firefox) ofl. Pössum okkur við að tengjast á ókunn þráðlaus net, notum VPN tengingu áður en við tengjumst og vinnum með viðkvæm gögn eða td förum í netbanka.


Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page